Verkstæðis- og viðgerðaþjónusta

Verkstæðis- og viðgerðarþjónusta

Verkstæðið sér um ábyrgðarviðgerðir, þjónustu, uppsetningar og aðrar viðgerðir á notendabúnaði eins og útstöðvum, prenturum, skjám og jaðartækjum. Starfsmenn verkstæðis hafa áralanga reynslu af viðgerðum og verkstæðið er vottað sem Dell Authorized Service Provider en Dell gerir mjög strangar kröfur til sinna samstarfsaðila um þjónustustaðla.

Staðsetning Opnunartími 
Grensásvegi 8, 108 Reykjavík     
mán - fös: 9 - 17
Tryggvabraut 10, 600 Akureyri
mán - fös: 9 - 17

Uppfærsluráðgjöf

Á verkstæðinu bjóðum við upp á faglega ráðgjöf um hentugar og skynsamar leiðir til að uppfæra tölvuna þína. Það getur skipt sköpum að rétt sé staðið að slíku svo hægt sé að ná sem mestu út úr búnaðinum með sem minnstum kostnaði. 

Viðbótarþjónusta

Verkstæðið býður upp á ýmsar viðbótarþjónustur, t.d. vírus- og rykhreinsun, gagnabjörgun og einnig er flýtiþjónusta í boði sé þess óskað.