Stjórn

Thomas Ivarson

Thomas Ivarson (1954) hefur víðtæka alþjóðlega reynslu innan upplýsingatæknigeirans bæði innan Norðurlandana sem utan. Hann hefur gegnt fjölmörgum stjórnunarstöðum í upplýsingatæknifyrirtækjum svo sem stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála samstæðu hjá Logica PLC í London, stöðu forstjóra CMG Wireless Data Solutions BV í Hollandi og stöðu forstjóra EHPT AB (samstarf milli Ericsson og HP) í Svíþjóð. Áður starfaði hann í fimmtán ár hjá Ericsson og sinnti þar ýmsum alþjóðlegum verkefnum. Thomas hefur einnig víðtæka reynslu af verkefnum tengdum samrunum og yfirtökum og eftirfylgni breytinga í kjölfarið. Síðastliðin ár hefur Thomas verið ráðgjafi og fjárfestir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og situr í fjölmörgum stjórnum. Thomas er með M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Chalmers Technical University í Gautaborg og meistarapróf í viðskiptafræðum frá Gothenburg University.

Bengt Engström

Bengt Engström (1953) hefur víðtæka reynslu úr æðstu stjórnunarstöðum, bæði úr upplýsingatæknigeiranum, sem forstjóri Fujitsu Nordic,  sem og öðrum geirum svo sem forstjóri Whirlpool Europe og forstjóri Duni. Hann hefur sömuleiðis reynslu af viðskiptum tengdum samrunum og yfirtökum, bæði af Evrópumarkaði sem og af fjölmörgum stjórnarverkefnum. Bengt er stofnandi og eigandi BEngström AB, ráðgjafafyrirtæki sem styður fyrirtæki með verkefni og stjórnunarráðgjöf. Bengt er með meistaragráðu frá Royal Institute of Technology í Stokkhólmi.


Birgitta Stymne Göransson

Birgitta Stymne Göransson (1957) starfar sem óháður ráðgjafi og stjórnarmaður í fjölmörgum fyrirtækjum. Hún hefur víðtæka reynslu úr æðstu stjórnunarstöðum í verslun og iðnaði, sem forstjóri Memira Group á árinum 2010-2013, forstjóri Semantix 2006-2010 og framkvæmdastjóri/fjármálastjóri Telefos Group 2001-2005. Birgitta hefur starfað bæði í Svíþjóð og á hinum Norðurlöndunum, sem og í Bandaríkjunum. Birgitta er stjórnarformaður Medivir og stjórnarmaður Elekta AB, HL Display AB, Rhenman & Partners Asset Management AB og Stockholm Chamber of Commerce. Birgitta er einnig stjórnarmaður Fryshuset, sem eru sænsk góðgerðarsamtök fyrir ungt fólk. Birgitta er með meistaragráðu í efnaverkfræði og líftækni og er með MBA gráðu frá Harvard Business School.