Undirnefndir

Í samræmi við starfsreglur stjórnar hefur stjórn Advania skipað tvær undirnefndir, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. 

Endurskoðunarnefnd

Verkefni endurskoðunarnefndar miðast að því að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjárhagsupplýsinga félagsins, eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu og auk þess að kanna óhæði endurskoðenda þess. Meðlimir endurskoðunarnefndar eru Birgitta Stymne Göransson, Kristinn Pálmason og Katarina Burton. 

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd annast það hlutverk stjórnar að setja félaginu starfskjarastefnu, tryggja að laun og önnur starfskjör séu í samræmi við lög, reglur og bestu framkvæmd hverju sinni, undirbúa ákvarðanir stjórnar varðandi laun og aðrar greiðslur til forstjóra og annarra æðstu stjórnenda félagsins svo og til stjórnarmanna þess. Meðlimir starfskjaranefndar eru Thomas Ivarson, Bengt Engström og Katrín Olga Jóhannesdóttir

Frekari upplýsingar um meðlimi undirnefnda er að finna á síðu yfir stjórnarmeðlimi