Um áramót er algengt að fólk staldri við, líti til baka og setji sér markmið fyrir komandi ár. Þennan sama gjörning má yfirfæra á þá sem standa að rekstri fyrirtækja en um áramótin loka mörg fyrirtæki fjárhagsári sínu, leggja mat á rekstur ársins og finna leiðir til að tryggja jafngóðan eða betri árangur á komandi ári. 

Þegar ég lít til baka og velti fyrir mér því sem Advania hefur áorkað, þá finnst mér uppbygging netrekstarþjónustu okkar vera eitt af stóru málunum. Til nokkurra ára höfum við unnið að uppbyggingu netkerfis sem er í dag eitt það öflugasta á landinu. Um leið er netkerfið örugg stoð fyrir rekstur gagnavera okkar sem í dag anna sístækkandi og fjölbreyttum hópi viðskiptavina. Við höfum einnig byggt upp öflugt þjónustuteymi, ferla og kerfi sem styðja við þennan rekstur. 

Í framhaldi af þessari uppbyggingu höfum við í auknum mæli tekið að okkur fyrirfram skilgreinda ábyrgð á rekstri netkerfa fyrirtækja og gert þjónustusamninga sem hafa skilað viðskiptavinum okkar miklum ávinningi. Mig langar að fjalla aðeins um það fyrirkomulag í þessum pistli. 

Auknum kröfum þarf ekki að fylgja aukinn kostnaður

Á tímum þar sem fyrirtæki horfa í auknum mæli til samþættingar á kerfum milli núverandi tölvuumhverfa og skýjalausna er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að tryggja öruggan og skilvirkan netrekstur. Vel heppnuð innleiðing nýrra lausna og framþróun í nýtingu á upplýsingatækni byggir á því að umhverfi fyrirtækja séu uppsett til að tryggja stöðugleika, öryggi og hafi um leið nauðsynlega afkastagetu fyrir kerfi og notendur. 

Kröfur um uppitíma og afköst tölvukerfa aukast sífellt og þurfa kerfisstjórar oft að ráðast í kostnaðarsamar aðgerðir til að mæta umræddum kröfum. Til viðbótar þessu verður krafa um öra innleiðingu lausna sífellt háværari vegna þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í upplýsingatækniiðnaði. Allt þetta flækir til muna upplýsingatæknirekstur fyrirtækja.  

Innanhússvinna eða útvistun?

Þegar kemur að kerfisrekstri hafa stjórnendur í upplýsingatækni tvo valkosti; að gera hlutina sjálfir eða að útvista verkefnum til þriðja aðila. Í dag er staðan þannig að meirihluti fyrirtækja velur fyrri kostinn, en leitar svo til sérfræðinga þegar ráðast þarf í innleiðingarverkefni, eða þegar aðstoðar er þörf. Oft með tilheyrandi ófyrirséðum tilkostnaði.

Hinn valkosturinn er að gera formlegan þjónustusamning um útvistun verkefna - að hluta til eða að fullu. Þannig fá fyrirtæki aðgang að sérhæfðu starfsfólki með gríðarlega reynslu af rekstri UT kerfa, eftirlitskerfum og þjónustuferlum. Þetta þýðir að forsvarsmenn fyrirtækja geta áhyggjulausir einbeitt sér til fullnustu að eigin rekstri og látið sérfræðinga um að hafa eftirlit og umsjón með UT umhverfinu.
 

30-40% lægri kostnaður

Ekki nóg með það heldur hafa slíkir samningar í flestum tilfellum mjög jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja þar sem rekstrarsamningur gerir kostnaðinn bæði lægri og fyrirsjáanlegri. Reynslan1 sýnir að 65% af kostnaði í upplýsingatækni fer í að tryggja að ljósin séu kveikt og að 80% af niðritíma netkerfa sé vegna breytinga. Útvistun með vel skilgreindum rekstrarsamningum getur:
  • Lækkað kostnað um allt að 30-40% 
  • Aukið framleiðni um allt að 50-60% 

Skilvirkur netrekstur með Advania 

Netrekstur Advania er þjónusta sem eykur sveigjanleika og dregur úr kostnaði og flækjustigi þegar kemur að upplýsingakerfum fyrirtækja. Við notum nýjustu tækni í hug- og vélbúnaði, öflug greiningartól og aukum með því sjálfvirkni í rekstri kerfa. Markmiðið er að tryggja örugga og trausta samhæfingu á milli starfsstöðva og UT umhverfa hvort sem þau hvíla í útibúum viðskiptavina, gagnaverum þjónustuaðila eða í skýjalausnum. 


Þjónustan tryggir viðskiptavinum:  

  • Stöðugan grunn fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins 
  • Lágmörkun á óskipulögðum niðritíma 
  • Hraða og örugga innleiðingu nýrra lausna 
  • Tryggt aðgengi að sérfræðingum í netrekstri 
 

Sístækkandi hópur viðskiptavina

Sífellt fleiri fyrirtæki og lögaðilar kjósa að velja útvistun þegar kemur að rekstri UT umhverfis. Á liðnu ári bættist m.a. Reykjavíkurborg í hóp viðskiptavina sem hafa gert við okkur þjónustusamning um netrekstur og við erum fullviss um að viðskiptavinum okkar á þessu sviði muni fjölga umtalsvert á árinu.
 
Við lítum björtum augum til ársins 2017 og hlökkum til að veita fleiri viðskiptavinum okkar virðisaukandi þjónustu og ráðgjöf sem hjálpar þeim að ná forskoti í sínum rekstri. Með það í huga hvetjum við fyrirtæki til að skoða nánar netrekstrarþjónustu okkar og kosti þess að útvista flóknum UT rekstri til sérfræðinga Advania.
* „Managed Services Market – Global Advancements 2013-2018“, MarketsandMarkets