Lógó

Vörumerki sem breytist og hreyfist í takt við fyrirtækið

 

 

Þann 20. janúar 2012 tók Advania í notkun nýtt merki fyrir fyrirtækið. Merki Advania sýnir reglu og vöxt lifandi fyrirtækis og litirnir undirstrika enn frekar kraftinn.

Sjónræni leikurinn, hvernig kassarnir virðast ýmist vísa inn í eða út úr myndfletinum, sýnir fjölhæfni fyrirtækisins og hæfni starfsfólks Advania til að sjá hlutina frá mörgum hliðum samtímis. Slíkt vörumerki hentar starfsemi Advania einstaklega vel þar sem það breytist og hreyfist í takt við fyrirtækið.


Hér er að finna merkið á rafrænu formi. Þar sem því verður við komið skal nota merkið í lit. Vinsamlegast hafið samband við Markaðsdeild Advania til að fá frekari upplýsingar um merkið.

Fyrir vef (png)
Fyrir prent (pdf)
Merki í RGB hi res (jpg)
Merki í RGB lo res (jpg)