Samfélagsmiðlar

Advania leggur mikla áherslu góð samskipti og því nýtum við samfélagsmiðla til hins ýtrasta. Okkar markmið er að miðla fræðslu og gagnlegum upplýsingum til sérfræðinga og almennings um það sem efst er á baugi í upplýsingatækni.

Facebook

Advania nýtir facebook til þess að eiga samskipti við viðskiptavini sína. Við rekum tvær Facebook síður. Önnur þeirra er hugsuð fyrir notendur upplýsingatækni sem starfa í fyrirtækjum og hjá hinu opinbera. Þar birtum við gjarnan fréttir frá starfsemi Advania, bloggfærslur og áhugaverð myndbönd. Hin Facebook síða Advania ber heitið "Advania og þú" og er helguð almennum tölvunotendum.  Þar er miðlað upplýsingum um notkun tölva og snjallsíma og sagt frá því sem efst er á baugi í verslunum Advania.


 Twitter

Fjölmargir fylgjast með Advania á Twitter. Við tístum gjarnan frá morgunverðarfundum og ráðstefnum Advania en einnig segjum við þar fréttir og vísum á bloggfærslur okkar. Okkur finnst samt skemmtilegast að eiga í beinum samskiptum við aðra Twitter notendur. 


YouTube

Á YouTube rás Advania má segja að við rekum litla sjónvarpsstöð og þar er að finna fjölda fróðlegra myndskeiða frá fundum og ráðstefnum Advania. Einnig má finna hið vinsæla Tæknihorn úr Föstudagsþætti N4 sjónvarpsstöðvarinnar


Linkedin

Linkedin er kannski sá samfélagsmiðlill sem er í hvað mestum vexti, Notendur Linkedin er fagfólk fram í fingurgóma og efnistök Advania þar eru eftir því


 Google Plus

Við notum Google+ fyrir almenna upplýsingamiðlun. Fréttir, blogg og myndbönd leika þar stórt hlutverk.