4.5.2020 | Fréttir

Aukin velta hjá Advania á Íslandi

advania colors line
Tekjur Advania á Íslandi numu 15,5 milljörðum króna á árinu 2019 og jukust um 2% á milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) dróst saman um tæp 6%, fór úr 787 milljónum króna árið 2018 í 741 milljónir króna árið 2019. Heildar hagnaður af starfseminni árið 2019 var 486m á móti 557m árið 2018.

„Árið í fyrra var kaflaskipt í okkar rekstri. Fyrri hluti ársins einkenndist af talsverðri óvissu í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Fyrirtæki héldu að sér höndum og verkefni töfðust aðeins inn í árið. Á fyrri helmingi ársins var ráðist í hagræðingaraðgerðir sem skiluðu sér í mun betri afkomu á seinni hluta ársins. Þegar uppi var staðið reyndist seinni árshelmingur sá besti í sögu félagsins.
2020 fór vel af stað og fyrstu mánuðir ársins lofa góðu. Advania hefur eins og önnur fyrirtæki fundið fyrir óvissunni sem Covid-19 faraldurinn hefur skapað. Í því ástandi hefur tæknin hinsvegar leikið algjört lykilhlutverk og hefur eftirspurn eftir ýmiskonar þjónustu Advania aukist. Meðal annars eftir þjónustu við fjarfundalausnir, veflausnir og vefverslanir. Á ýmsum öðrum sviðum ríkir hins vegar meiri óvissa,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
TIL BAKA Í EFNISVEITU