Fjárfestar

Advania á Íslandi er hluti af Advania Norden, sem er meðal umsvifamestu fyrirtækja á Norðurlöndum á sviði upplýsingatækni. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en félagið er með umfangsmikla starfsemi í Svíþjóð og Noregi. Forstjóri Advania Norden er Gestur G. Gestsson og félagið er að meirihluta í eigu AdvInvest hf.
 
 

Advania á Íslandi

Starfsemi Advania á Íslandi er umfangsmikil enda býður fyrirtækið samþættar heildarlausnir og -þjónustu fyrir atvinnulífið og einstaklinga. Um 600 manns starfa hjá Advania á Íslandi og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík að Guðrúnartúni 10. Advania starfrækir einnig öflugar starfstöðvar á Norðurlandi, en um 30 manns starfa á Akureyri og um 10 manns starfa á Sauðárkróki.

Forstjóri: Ægir Már Þórisson

Advania í Svíþjóð

300 manns starfa á átta starfstöðvum Advania í Svíþjóð. Meirihluti starfsfólks eru sérhæfðir ráðgjafar á fjórum kjarnasviðum:
 
  • Ferlastjórnun og ráðgjöf
  • Grunnviðum upplýsingakerfa
  • Samþættingu gagna
  • Útvistunarþjónustu og rekstri (Agile Sourcing)
Forstjóri: Mikael Noaksson
 

Advania í Noregi

Um 200 manns starfa á fjórum starfstöðvum Advania í Noregi en fyrirtækið er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft Dynamics AX-lausna í landinu og er jafnframt Microsoft Gold Certified Partner. Advania hefur sérhæft sig í fjárhagslausnum og tengdum sérlausnum fyrir einstakar atvinnugreinar, en þar á meðal eru lögfræðistofur, fasteignafélög, iðnfyrirtæki, og þjónustufyrirtæki á sviði innkaupa og aðfanga. 

Forstjóri: Espen Hartz

Stjórn

Stjórn Advania Norden lýtur eftirfarandi stefnum samþykktum og stjórnháttaryfirlýsingum. Í stjórninni sitja þrír einstaklingar með víðtæka reynslu af rekstri upplýsingatæknifyrirtækja. 
 

Undirnefndir

Í samræmi við starfsreglur stjórnar hefur stjórn Advania skipað endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. 

Endurskoðunarnefnd

Verkefni endurskoðunarnefndar miðast að því að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjárhagsupplýsinga félagsins, eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu og auk þess að kanna óhæði endurskoðenda þess. Meðlimir endurskoðunarnefndar eru Birgitta Stymne Göransson, Kristinn Pálmason og Katarina Burton. 

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd setur félaginu starfskjarastefnu, tryggir að laun og önnur starfskjör séu í samræmi við lög, reglur og bestu framkvæmd hverju sinni, undirbýr ákvarðanir stjórnar varðandi laun og aðrar greiðslur til forstjóra og annarra æðstu stjórnenda félagsins svo og til stjórnarmanna þess. Meðlimir starfskjaranefndar eru Thomas Ivarson, Bengt Engström og Katrín Olga Jóhannesdóttir