Starfsemi á Norðurlöndum

Advania er öflugasta upplýsingafyrirtæki Íslands og það níunda stærsta á Norðurlöndum með 1.000 starfsmenn og 20 starfstöðvar í þremur löndum. Þar af starfa um 600 manns á Íslandi, 280 í Svíþjóð og  120 í Noregi.
 

Advania á Íslandi

Advania á Íslandi sinnir upplýsingatækni frá A til Ö, með samþættum heildarlausnum fyrir atvinnulífið og neytendur þegar kemur að hugbúnaði, vélbúnaði, fjölbreyttri hýsingu og víðtækri rekstrarþjónustu. Allt á einum stað. Samhliða þessu á Advania eitt stærsta gagnaver landsins, Thor Data Center.

Starfsfólk Advania á Íslandi er um 600 talsins. Höfuðstöðvar Advania á Íslandi eru í Reykjavík að Guðrúnartúni 10. Einnig hefur fyrirtækið öflugar starfsstöðvar á Norðurlandi, en um 30 manns starfa á Akureyri og um 10 manns starfa á Sauðárkróki.


Advania á Íslandi er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja í upplýsingatækni. Þar má nefna Dell, EMC, Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects, webMethods, Cisco, Xerox, NCR og VeriSign.

Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Advania, sem er eitt örfárra fyrirtækja í íslenskum þekkingariðnaði með starfsemi sem er vottað samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstaðlinum ISO 27001. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni.

Advania býður lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega tíu þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Meðal viðskiptavina eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir hér á landi. Jafnframt hefur Advania sterka stöðu á neytendamarkaði.

Forstjóri Advania er Ægir Már Þórisson. 
 

Advania í Svíþjóð

Advania í Svíþjóð er leiðandi fyrirtæki í sænskum þekkingariðnaði með höfuðstöðvar í Stokkhólmi og sjö aðrar starfsstöðvar í Svíþjóð. Af hinum 300 starfsmönnum fyrirtækisins eru ríflega 220 sérhæfðir ráðgjafar á þeim sviðum, sem Advania í Svíþjóð sinnir fyrst og fremst.

Advania í Svíþjóð einbeitir sér að fjórum kjarnasviðum í rekstri:
  • Ferlastjórnun og ráðgjöf
  • Grunnviðum upplýsingakerfa
  • Samþættingu gagna
  • Útvistunarþjónustu og rekstri (Agile Sourcing)

Samstarfsaðilar Advania í Svíþjóð eru meðal annars HP, Microsoft, Citrix og VMware. Viðskiptavinir Advania í Svíþjóð eru mörg af stærstu sveitarfélögum í Svíþjóð, tryggingafélög, lögfræðistofur og framleiðslufyrirtæki ýmiskonar. Þess má geta að Advania í Svíþjóð hefur um langt árabil verið framarlega í flokki þeirra upplýsingatæknifyrirtækja sem setja umhverfisvernd á oddinn.

Mikael Noaksson er framkvæmdastjóri Advania í Svíþjóð. 
 

Advania í Noregi

Advania í Noregi er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft Dynamics AX-lausna í Noregi og sem slíkur er fyrirtækið jafnframt Microsoft Gold Certified Partner. Advania hefur sérhæft sig í fjárhagslausnum og tengdum sérlausnum fyrir nokkrar atvinnugreinar, en þar á meðal eru lögfræðistofur, fasteignafélög, iðnfyrirtæki, sorphirða, smásala og verslun, samgöngufyrirtæki og þjónustufyrirtæki á sviði innkaupa og aðfanga. 

Advania í Noregi býður fjölbreytt úrval staðlaðra lausna frá Microsoft, en sömuleiðis breitt úrval af eigin lausnum sem hafa verið þróaðar til að henta aðstæðum í norsku atvinnulífi, meðal annars fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, farsímalausnir, reikningaskönnun og viðskiptagreind.

Starfsfólk Advania í Noregi er um 200 talsins og viðskiptavinir fyrirtækisins eru álíka margir og staðsettir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Höfuðstöðvar Advania eru í Osló, en fyrirtækið hefur starfsstöðvar á þremur öðrum stöðum í Noregi. 

Framkvæmdastjóri Advania í Noregi er Ole Morten Settevik.