Gildi Advania

Gildin okkar eru ástríða, snerpa og hæfni, sem gjarnan eru táknuð með hjarta, strigaskó og heila og voru valin af starfsfólki fyrirtækisins.

Ástríða 

Hjá Advania er lagt upp úr því að skapa skemmtilegan vinnustað, með jákvæðum starfsanda, tíðum uppákomum og góðri vinnuaðstöðu. Hjá okkur starfar stolt fólk, sem elskar fagið sitt, vinnur með hjartanu og af ástríðu.

Snerpa 

Við setjum góða þjónustu í fyrsta sæti. Starfsfólkið er þjónustusinnað, sem fer fram úr væntingum viðskiptavina og bregst hratt við óskum þeirra, sýnir frumkvæði og kemur með réttu lausnina á viðfangsefnum.

Hæfni

Hæfnin táknar annars vegar mikla reynslu starfsfólks, sem sumt hefur áratugalangan starfsferil í upplýsingatækni, og hins vegar víðtæka menntun, sem spannar allt frá tæknigreinum, verkfræði og tölvunarfræði til félagsvísinda, hönnunar og viðskiptafræði.

Slagorð Advania er Welcome to IT  - sem útleggst á íslensku „Velkomin í heim upplýsingatækninnar“. Það var sömuleiðis valið af starfsfólki og endurspeglar viðhorf þess til viðskiptavina og gesta.