Uppselt á Haustráðstefnuna 3ja árið í röð!

Nýjasta nýtt
03.09.2015

Ríflega þúsund manns hafa tilkynnt um þátttöku sína á ráðstefnunni, en það er sami fjöldi og tók þátt í fyrra. Mikil aukning er á erlendum gestum, en þeir eru um 250 talsins í ár. 

Ráðstefna með nýju sniði

Haustráðstefna Advania verður með nýju sniði í ár en fyrir hádegi verður glæsileg dagskrá í Eldborg fyrir alla ráðstefnugesti. Eftir hádegisverð geta ráðstefnugestir valið úr fyrirlestrum á þremur þemalínum sem hver um sig inniheldur sex fyrirlestra: Tækni og öryggi, Nýsköpun og Stjórnun. 

Sú metnaðarfyllsta hingað til

  • Ráðstefnan er sú 21. sem Advania og forverar þess halda, og hefur aldrei verið lagt jafn mikið í dagskránna og núna.  Þetta helst verður á döfinni í Eldborg fyrir hádegi:
  • Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnu
  • Mercedes-Benz lýsir framtíðarsýn sinni fyrir sjálfkeyrandi bíla
  • Stoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli 
  • Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?
  • Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og dóttir hennar Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimi
  • Jón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafra
  • Glæsileg dagskrá eftir hádegi á þremur línum

Eftir hádegið er getur fólk valið úr 19. fyrirlestrum innlendra og erlendra sérfræðinga, notendum og stjórnendum í upplýsingatæknimálum ýmissa fyrirtækja.   


 


Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa