Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Advania á Tölvumiðlun

Nýjasta nýtt
28.10.2015

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Advania á Tölvumiðlun

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Advania á Tölvumiðlun, en kaupin voru tilkynnt til eftirlitsins um miðjan ágúst á þessu ári. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að kaupin muni ekki hafa afgerandi áhrif á samkeppni á þessum markaði og að sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna bendi ekki til þess að til verði markaðsráðandi staða.


Tölvumiðlun er með elstu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins, sem þróar og selur viðskiptahugbúnað til fyrirtækja, þ.e. fjárhags- og mannauðskerfi.  en fyrirtækið á 30 farsæl ár að baki. Félagið mun tilheyra að mestu launa- og mannauðslausnum eftir sameiningu.  

„Við erum að vonum gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu. Frá því að gengið var frá kaupunum í sumar hafa stjórnendur Advania og eigendur Tölvumiðlunar unnið heilmikla undirbúningsvinnu við að skilgreina og skipuleggja hvernig samþætta eigi starfsemi fyrirtækjanna. Markmið Advania verður að bjóða íslensku atvinnulífi framúrskarandi og nútímalegar mannauðslausnir og sem fyrr munum við leggja mikla áherslu á þjónustu og ráðgjöf í þessum málum til okkar viðskiptavina“, segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

 


Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa