Bjarni Birgisson til Advania Norden

Nýjasta nýtt
05.11.2015

Á starfsmannafundi Advania sem haldinn var í morgun kynnti Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, að Bjarni Birgisson, áður framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Advania á Íslandi, myndi taka við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Advania Norden.  Meginverkefni hans í nýju starfi munu snúa að því að koma auga á ný og álitleg viðskiptatækifæri og koma af stað þróunarstarfi á nýjum lausnum.

Á sama tíma var boðuð sameining tveggja afkomusviða. Hugbúnaðar- og stjórnsýslulausnir verða sameinuð undir nafni hugbúnaðarlausna og tvær deildir sem áður heyrðu undir þessi afkomusvið, mannauðs- og veflausnir, færast yfir á svið viðskiptalausna. 

„Bjarni býr að mikilli reynslu og það er mikið gæfuspor fyrir samstæðuna í heild að fá hann í þetta hlutverk“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Fækkun afkomusviða einfaldar ýmsa innri ferla hjá okkur og við erum sannfærð um að þetta muni skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini.“


Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa