Bjarni Birgisson til Advania Norden

Nýjasta nýtt
05.11.2015

Á starfsmannafundi Advania sem haldinn var í morgun kynnti Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, að Bjarni Birgisson, áður framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Advania á Íslandi, myndi taka við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Advania Norden.  Meginverkefni hans í nýju starfi munu snúa að því að koma auga á ný og álitleg viðskiptatækifæri og koma af stað þróunarstarfi á nýjum lausnum.

Á sama tíma var boðuð sameining tveggja afkomusviða. Hugbúnaðar- og stjórnsýslulausnir verða sameinuð undir nafni hugbúnaðarlausna og tvær deildir sem áður heyrðu undir þessi afkomusvið, mannauðs- og veflausnir, færast yfir á svið viðskiptalausna. 

„Bjarni býr að mikilli reynslu og það er mikið gæfuspor fyrir samstæðuna í heild að fá hann í þetta hlutverk“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Fækkun afkomusviða einfaldar ýmsa innri ferla hjá okkur og við erum sannfærð um að þetta muni skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini.“


Til baka