Samstarf um markvissara og verðmætara nám

Nýjasta nýtt
04.02.2016

Sigrún Ósk Jakobsdóttir sérfræðingur á mannauðssviði Advania, Hermann Jónsson fræðslustjóri Advania, Skúli Gunnsteinsson framkvæmdastjóri og skólastjóri NTV, Finnbjörn Þorvaldsson brautarstjóri tæknináms hjá NTV. 


Advania og NTV skólinn hafa ákveðið að fara í samstarf um nám í kerfisstjórnun og forritun við skólann. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð og munu Advania og NTV taka höndum saman með það að markmiði að efla námsframboð á tæknisviði skólans og auka áhuga fólks á störfum sem sviðinu tengjast.

"Þróun á sviði upplýsingatækni er ör og það er alltaf þörf á góðu fólki sem býr að hagnýtri menntun á sviði forritunar og kerfis- og netumsjónar“ segir Hermann Jónsson, fræðslustjóri hjá Advania. „Við hlökkum til að leggja okkar af mörkum við að gera gott nám enn betra og það yrði ánægjulegt að sjá samstarfið leiða til þess að framúrskarandi nemendur fengju tækifæri til að komast að í starfsþjálfun hjá okkur.“

„Við hjá NTV fögnum þessu og það er ljóst þarna styrkjum við sérstöðu skólans, sem er öflugt samstarf við leiðandi fyrirtæki í atvinnulífinu“ segir Skúli Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri og skólastjóri NTV. „Íslensk þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki verða ekki mikið öflugri en Advania og með samstarfinu vonumst við til að gera námið enn markvissara og verðmætara fyrir okkar nemendur.“

 

 

Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa