Sigurður Sæberg ráðinn til Advania

Nýjasta nýtt
10.03.2016

Advania hefur ráðið Sigurð Sæberg Þorsteinsson til að leiða vörustýringu á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins.  

Sigurður starfaði síðast sem sölu- og markaðsstjóri Þekkingar frá árinu 2013. Áður var hann viðskiptastjóri hjá Þekkingu, verkefnastjóri hjá Anza, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Líflands og deildarstjóri flugrekstrarsviðs Air Atlanta á Íslandi. Hann er með B.Sc. í viðskipta- og markaðsfræðum frá Auburn Montgomery háskólanum í Bandaríkjunum. 

„Þróun upplýsingatæknilausna er á blússandi hraðferð, og þá er ég ekki bara að tala um lausnirnar sjálfar heldur einnig hvernig viðskiptavinir nálgast þær. “ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Væntingar neytenda aukast sífellt og því mikilvægt fyrir okkur að vinna stöðugt að því að laga vöru- og þjónustuframboð að kröfum þeirra. Þarna á Sigurður eftir að koma sterkur inn, enda með mikla reynslu úr heimi upplýsingatæknilausna og við fögnum því að fá hann til liðs við okkur.“

„Við stöndum á spennandi tímamótum hvað varðar afhendingu upplýsingatæknilausna“ segir Sigurður, sem hóf störf hjá fyrirtækinu í febrúar. „Advania er einstakt fyrirtæki á Íslandi sem státar af umfangsmiklu safni fjölbreyttra upplýsingatæknilausna og það verður skemmtilegt að koma að áframhaldandi uppbyggingu á vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins.“

Sigurður er kvæntur Tinnu Margréti Rögnvaldsdóttur, starfsmanni Global Quality hjá Actavis, og saman eiga þau þrjú börn.


Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa