Advania hlýtur viðurkenningu fyrir hýsingarsamstarf

Nýjasta nýtt
30.03.2016

Advania hlaut á dögunum viðurkenningu sem besti samstarfsaðili Veeam, fyrirtækis sem starfar á sviði hýsingarlausna. Viðurkenningin var veitt á árlegri ráðstefnu samstarfsaðila fyrirtækisins og er veitt þeim sem þykir skara fram úr á sviði hýsingarlausna. Veeam býður upp á lausnir fyrir afritun, endurheimt gagna og rekstur sýndarvéla. 

Á meðal stærstu samstarfsaðila á Norðurlöndum

Á ráðstefnunni kom fram að Advania væri á meðal stærstu samstarfsaðila Veeam á Norðurlöndum. Sé litið til fyrirtækja á Íslandi er Advania jafnframt með hæsta hlutfall Veeam vottaðra sérfræðinga (e. Veeam Certified Engineer).

Stolt af viðurkenningunni

„Við erum virkilega stolt af því þessari viðurkenningu“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Við leggjum áherslu á að eiga í góðu samstarfi við alla þá sem við eigum í samskiptum við, hvort sem um er að ræða samstarfsaðila, birgja eða viðskiptavini. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkar frábæra fólk sem vinnur ötullega að þróun hýsingarlausna í virku samstarfi með samstarfsaðilum á borð við Veeam.“

 

Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa