Advania og Landsbjörg í samstarf

Nýjasta nýtt
28.04.2016

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Advania um að taka við hýsingu og rekstri á öllum tölvukerfum Landsbjargar. Advania mun einnig sjá um innleiðingu á easySTART lausnum sem einfalda verklag og ferla félagsins og styrkja innviði þess. Þá verður einnig tekið í notkun easyQUALITY gæðahandbókarkerfi hjá Landsbjörg. 

Skilvirkari rekstur tölvukerfa

„Allt er þetta liður í því að bæta og efla gæðastjórnun innan félagsins og gera rekstur tölvukerfa skilvirkari,” segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnfélagsins Landsbjargar. „Meðal þess sem við höfum tekið í notkun er nýtt innranet fyrir starfsfólk, hópavinnusvæði fyrir nefndir og deildir, skjalakerfi og samningakerfi. Innleiðing þessara lausna gekk greiðlega og þær hafa þegar gert starf okkar markvissara,” segir Jón.

Stolt af samstarfinu við Landsbjörg

„Það er sérstaklega ánægjulegt að fá Slysavarnafélagið Landsbjörg í viðskipti og mikil meðmæli að leitað hafi verið til okkar,” segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Með easySTART geta skipulagsheildir af öllum stærðum og gerðum leyst úr læðingi marga helstu kosti Office 365 og SharePoint með einföldum og hagkvæmum hætti. Við erum gríðarlega stolt af því að leggja okkar af mörkum til að efla starfsemi félagsins og hlökkum til samstarfsins við Landsbjörg,“ segir Ægir Már.


Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa