LS Retail velur Advania sem Platinum Partner 2016

Nýjasta nýtt
31.05.2016

 

Advania hlaut nýverið Platinum Partner 2016 viðurkenningu frá LS Retail fyrir frábæran árangur í sölu, innleiðingu og þjónustu við lausnir LS Retail. 

„Gott samstarf við viðskiptavini og samstarfsaðila er algjört lykilatriði í þeim verkefnum sem við fáumst við“ segir Sigurður Eggert Gunnarsson, forstöðumaður Dynamics NAV hjá Advania. „Við erum í skýjunum með þessa viðurkenningu og hún er okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut.“

„Þegar við ráðumst í innleiðingarverkefni er markmiðið alltaf það að viðskiptavinurinn standi eftir með þau tæki og tól sem hann þarf til að hámarka rekstrarárangur“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa og hún er vitnisburður um þau góðu verk sem við innum af hendi.“

-------

Á myndinni eru Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail og Sigurður Eggert Gunnarsson, forstöðumaður Dynamics NAV hjá Advania 

 


Til baka