Afgreiðslukerfi Advania taka nú við snjallsímagreiðslum

Nýjasta nýtt
28.06.2016
Advania hefur innleitt viðbót við afgreiðslukerfi fyrirtækisins sem gerir fólki kleift að greiða fyrir vörur og þjónustur með snjallsímum sínum. Afgreiðslukerfin sem um ræðir eru LS One, LS Retail og Ax Retail, en lausnin sem gerir þetta mögulegt kallast Pyngjan. Meðal helstu kosta Pyngjunnar má nefna að þar er hægt að nálgast greiðslukvittanir fyrir keypta þjónustu, og afsláttarkjör frá hinum ýmsu fyrirtækjum en appið gerir notendum einnig kleift að kaupa miða á leiki í Pepsi-deild karla. 
 
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um appið á www.pyngjan.is og sækja appið í App Store og á Google Play
 
„Pyngjan er nútíma greiðslumáti sem við erum stolt af því að geta boðið okkar viðskiptavinum“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. 

Til baka