Tæpur helmingur starfsmanna Advania notar vistvænni samgöngumáta

Fréttir
23.09.2016

Advania hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. september s.l.

Advania hefur gripið til árangursríkra aðgerða síðustu misseri í þeim tilgangi að draga úr umferð fólksbíla á vegum fyrirtækisins og einfalda starfsfólki að nota fjölbreyttari og umhverfisvænni samgöngumáta. Starfsfólki sem nýtir sér vistvænni samgönguleiðir hefur fjölgað úr 35% frá því í fyrra í 45% í ár hjá Advania. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur fram að það þyki stórkostlegt að næstum helmingur helmingur starfsfólks hafi skrifað undir samgöngusamning.

„Þetta hvetur okkur öll áfram. Viðurkenningin er mikill heiður en það sem er best er að samgöngustefnan hefur skilað ánægðari og hraustari starfshóp.“
segir Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania.

Samgönguviðurkenning er veitt árlega og byggir dómefndin val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að einfalda starfsfólki að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn, draga úr umferð á sínum vegum og/eða stuðlað að notkun vistvænna orkugjafa.


Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa