Advania verðlaunað fyrir framúrskarandi árangur

Fréttir
30.09.2016

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft Ísland og Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri Viðskiptalausna hjá Advania.

 

Microsoft Ísland hefur veitt Advania viðurkenninguna samstarfsaðili ársins á sviði Microsoft Business Solutions (MBS). Við afhendingu verðlaunanna var tekið fram að Advania hefði náð framúrskarandi árangri með viðskiptavinum fyrirtækisins þegar kemur að notkun Microsoft lausna á borð við Dynamics AX, NAV og TOK. 

„Advania hefur staðið sig framúrskarandi vel í MBS umhverfinu hér á Íslandi“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastóri Microsoft Ísland. „Advania er afkastamikið fyrirtæki sem hefur náð að straumlínulaga vöruframboð sitt og náð þannig eftirtektarverðum árangri með Microsoft viðskiptalausnir.“

„Við þjónustum fjölbreyttan hóp viðskiptavina og leggjum áherslu á að vöruframboð okkar mæti ólíkum þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum“ segir Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri Viðskiptalausna hjá Advania. „Ég er gríðarlega stoltur af þessari viðurkenningu enda er hún skýr vitnisburður um metnaðinn sem knýr starfsfólk okkar áfram.“

 


Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa