300 manns á Oracle notendaráðstefnu Advania

Fréttir
11.11.2016

Það var margt um manninn á Oracle notendaráðstefnu Advania 2016 þann 11. nóvember síðastliðinn, en þangað mættu um 300 gestir til að hlýða á fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra um allt það sem mestu máli skiptir í heimi Oracle. Ráðstefnugestir fengu jafnframt stutta kennslu í jakkafatajóga og svo steig sjálfur Laddi upp á svið og kitlaði hláturtaugar viðstaddra áður en ráðstefnulokum var fagnað í glæsilegu hófi. 

Lög um opinber fjármál og áhrif þeirra innan Orra voru nokkuð til umfjöllunar á ráðstefnunni í ár, en því til viðbótar voru mörg fjölbreytt erindi í boði. Eftirtaldir aðilar hafa veitt okkur leyfi til að birta glærukynningar sem farið var yfir á ráðstefnunni. 

Við viljum þakka gestum kærlega fyrir komuna og öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við að gera þennan dag eftirminnilegan. Að lokum viljum við benda á að hægt er að skoða myndir frá deginum á Facebook-síðu Advania

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 


Til baka