300 manns á Oracle notendaráðstefnu Advania

Fréttir
11.11.2016

Það var margt um manninn á Oracle notendaráðstefnu Advania 2016 þann 11. nóvember síðastliðinn, en þangað mættu um 300 gestir til að hlýða á fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra um allt það sem mestu máli skiptir í heimi Oracle. Ráðstefnugestir fengu jafnframt stutta kennslu í jakkafatajóga og svo steig sjálfur Laddi upp á svið og kitlaði hláturtaugar viðstaddra áður en ráðstefnulokum var fagnað í glæsilegu hófi. 

Lög um opinber fjármál og áhrif þeirra innan Orra voru nokkuð til umfjöllunar á ráðstefnunni í ár, en því til viðbótar voru mörg fjölbreytt erindi í boði:

  • Mindful Leadership, Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík
  • Lög um opinber fjármál (LOF), Ingþór Karl Eiríksson, fjársýslustjóri, Fjársýsla ríkisins
  • Oracle Hyperion Planning and Budgeting Applications, Gevorg Abrahamian, Director, EPM Product Management, Oracle Development
  • Breyttur ríkisreikningur í tengslum við LOF - Þórir Ólafsson, forstöðumaður uppgjörssviðs Fjársýslu ríkisins
  • Breytt verklag í eignahluta Orra vegna LOF - Jóhann Halldórsson, uppgjörssvið Fjársýslu ríkisins
  • Big Data / Open Data - Dr. Þórhildur Hansdóttir Jetzek
  • Tengslanet Orra - Þröstur Þór Fanngeirsson, Advania
  • Rafmagnaðir reikningar - Gestur Traustason, Advania
  • Rýnt í Orra - Albert Ólafsson, Ríkisendurskoðun

Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa