RARIK og Orkusalan innleiða nýtt orkureikningakerfi

Fréttir
13.03.2017

RARIK og Advania hafa samið um kaup og innleiðingu nýju orkureikningakerfi fyrir RARIK og dótturfélag þess, Orkusöluna. Nýja orkureikningakerfið kemur til með að einfalda rekstrarumhverfi og auka skilvirkni. Innleiðing kerfisins hófst í janúar 2017 og áætlað er henni ljúki um mitt ár 2018.

„Við höfum notað Dynamics AX til margra ára og erum spennt fyrir því að taka í notkun orkureikningakerfi sem byggir á sömu lausn“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK. „Þetta þýðir að við náum aukinni samþættingu milli tölvukerfa okkar sem eykur hagvæmni og skilvirkni“. 

Forsaga samningsins er sú að Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd RARIK eftir þátttakendum á evrópska efnahagssvæðinu sem boðið gætu orkureikningakerfi sem hlotið hefði útbreiðslu í Evrópu og væri samþætt við Microsoft Dynamics AX viðskiptakerfið. Eftir ítarlega skoðun Ríkiskaupa var það metið svo að Advania væri með hagstæðasta tilboðið samkvæmt valforsendum RARIK.

„Það er gífurlega ánægjulegt að fá að taka þátt í þessari vegferð sem RARIK er á“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Við hlökkum til að takast á við verkefnið sem framundan er og hjálpa RARIK að ná fram aukinni skilvirkni í innri verkefnum.“

 


Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa