Nýir almennir viðskiptaskilmálar Advania

Fréttir
17.03.2017

Advania hefur uppfært almenna viðskiptaskilmála fyrirtækisins og munu nýir skilmálar taka gildi þann 17. apríl 2017. Þangað til munu núverandi viðskiptaskilmálar gilda en þeir voru síðast uppfærðir í mars 2015. 

Breytingar eru í eftirfarandi greinum: 

  • Grein 4.5 um Aukaverk - eftirfarandi málsgrein hefur verið bætt við:
    "Óski viðskiptavinur eftir úttekt á þeim kerfum sem Advania hefur í rekstri, verkefnum sem Advania vinnur eða þjónustu sem Advania veitir skal greitt fyrir slíka vinnu samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni."
  • Grein 18 um Upplýsingaöryggi og trúnaðarskyldur - eftirfarandi málsgrein bætt inn til að skýra stöðu okkar ef krafist er afhendingu gagna skv. úrskurði
    "Advania kann að vera skylt samkvæmt lögum eða dómsúrskurði að verða við kröfu yfirvalda um afhendingu gagna viðskiptavina í hýsingu, afhendingu upplýsinga sem varða viðskiptasamband við viðskiptavin eða aðgang að vélbúnaði í hýsingu. Komi upp slíkt tilvik skal Advania án tafar upplýsa viðskiptavin sem málið. Kostnaður sem fellur á Advania vegna aðgerða yfirvalda gagnvart viðskiptavinum telst vera aukaverk og greiðir viðskiptavinur fyrir slíka vinnu samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni.
    Sambærilegar breytingar settar inn í ensku útgáfuna."
     
Smelltu hér til að skoða almenna viðskiptaskilmála Advania
Allar fréttir

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa