Eimskip semur við Advania um rekstur tölvu- og upplýsingakerfa

Fréttir
14.06.2017
Rekstur tölvu- og upplýsingakerfa Eimskips er nú í höndum Advania eftir undirritun samstarfssamnings sem kemur til með að skapa auka skilvirkni og hagkvæmni í upplýsingatæknirekstri Eimskips. Advania mun hér eftir bera ábyrgð á rekstri á miðlægu umhverfi Eimskips, útstöðvum starfsfólks fyrirtæksisins og netkerfum þess svo fátt eitt sé nefnt. 
 
„Við höfum unnið að úthýsingu á upplýsingatækniumhverfi okkar um árabil og erum sífellt að þróa þann hluta með það að markmiði að auka skilvirkni og færa viðskiptavinum Eimskips aukinn ávinning“ segir Kristján Þór Hallbjörnsson, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Eimskip. „Við höfum góða reynslu af samstarfi með Advania en fyrirtækið hefur undanfarin ár séð um samþættingu upplýsingalausna hjá okkur“.
 
„Aukið samstarf Eimskips og Advania er okkur mikið ánægjuefni og við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Okkar markmið er að styrkja innviði Eimskips enn frekar og gera fyrirtækinu kleift að þjónusta viðskiptavini sína enn betur."

Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa