Ægifagur og umhverfisvænn

Fréttir
10.08.2017

Fjölgað hefur í farartækjaflota Advania en nú býðst starfsfólki að nota rafknúin reiðhjól til að ferðast milli staða á vinnutíma. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, er í hópi þeirra sem hafa hjólað til fundar með viðskiptavinum og þannig tekið þátt í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins.  

Ægir segir það skemmtilega tilfinningu að ferðast um á rafknúnu hjóli og að með því séu slegnar margar flugur í einu höggi. „Við höfum um árabil lagt okkur fram um að draga úr bílaumferð og hvatt fólk til að hjóla í vinnuna, sameinast um bíla eða nota almenningssamgöngur. Með því að bæta rafmagnshjólum í farartækjaflotann okkar færum við starfsfólki skemmtilegan valkost sem hvetur til hreyfingar, dregur úr mengun og útrýmir tímafrekri leit að bílastæðum.” segir Ægir. 

Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru reiðhjólin hin glæsilegustu. Gert er ráð fyrir að fólk hjóli með hefðbundnum hætti, en rafmagnsmótorinn hjálpi til í brekkum og á erfiðari eða lengri leiðum. Að sjálfsögðu er vatns- og vindheld tölvu- og skjalageymsla á hjólunum og þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að starfsfólk ferðist milli funda á þessum ægifögru og umhverfisvænu fararskjótum fyrirtæksisins. 


Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa