Advania samstarfsaðili ársins hjá DynamicWeb

Fréttir
02.10.2017

Advania er alþjóðlegur samstarfsaðili ársins hjá DynamicWeb, en fyrirtækið hlaut þessa viðurkenningu fyrr í dag.

DynamicWeb er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vefverslunarlausnum og nýtir Advania lausnir fyrirtækisins til smíði á vefverslunum fyrir viðskiptavini félagsins.  

„Gott samband við samstarfsaðila er mikilvægur liður í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi vöru og þjónustu" segir Sigrún Eva Ármansdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. "Þessi viðurkenning er okkur mikil hvatning þar sem að hún staðfestir að DynamicWeb sér Advania sem mikilvægan samstarfsaðila og við í veflausnarteyminu erum í skýjunum með þetta.

„Þegar við ráðumst í gerð vefverslana er markmiðið alltaf það að viðskiptavinir standi eftir með þau tæki og tól sem þeir þurfa til að mæta væntingum viðskiptavina sinna“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Það er virkilega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu sem er vitnisburður um þann árangur sem við höfum náð í innleiðingarverkefnum okkar.“

-------
Mynd: Bríet Pálsdóttir og Jóhann Þór Kristþórsson frá veflausnarteymi Advania taka á móti viðurkenningunni.


Allar fréttir
Mynd með frétt

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa