Advania styður ungar athafnakonur

Fréttir
28.02.2018

Advania er bakhjarl UAK-dagsins, ráðstefnu Ungra athafnakvenna sem haldin verður í Hörpu 10. mars. Ráðstefnan er tileinkuð ungum konum í íslensku atvinnulífi og er ætluð til að minna stjórnendur fyrirtækja á krafta velmenntaðra og reynslumikilla kvenna. Félagið Ungar athafnakonur telur brýnt að hnykkja á mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa hóps í atvinnulífinu. Styrkja þurfi stöðu og framtíð ungra kvenna á vinnumarkaði og auka hlut þeirra í stjórnunarstöðum.

Ungar athafnakonur er félagsskapur sem vill vinna að jafnrétti og hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Konurnar eiga það sameiginlegt að vilja ná langt í atvinnulífinu og vilja útrýma þeim vanda sem ungar konur standa frammi fyrir á vinnumarkaði. Félagið er vettvangur fyrir konur til að hlúa að styrkleikum sínum, fræða hver aðra og eflast. Með reglulegum viðburðum er leitast við að fylla félagskonur eldmóði. Myndast hefur hvetjandi félagsskapur sem vinnur að því að auka áhrif kvenna í atvinnulífinu.

„UAK-dagurinn er mikilvæg ráðstefna því við tökum fyrir hin ýmsu málefni sem við teljum mikla þörf að vekja athygli á, ekki bara fyrir félagskonur heldur allt ungt fólk, stjórnmálamenn og áhrifafólk í íslensku atvinnulífi,“ segir Elísabet Erlendsdóttir stjórnarkona UAK.

Forsetafrúin Eliza Reid setur ráðstefnuna og meðal fyrirlesara eru Alda Karen Hjaltalín og Halla Tómasdóttir.

Á myndinni eru Sesselía Birgisdóttir markaðsstjóri Advania og Elísabet Erlendsdóttir stjórnarkona UKA. 


Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa