Advania í liði með Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Fréttir
26.03.2018

Advania styrkir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra með ýmiskonar tækniþjónustu og gætir gætir þess að vel sé staðið að öryggismálum við vinnslu gagna félagsins.
Styrktarfélagið hefur verið starfandi frá 1952 og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkið félagsins er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, og þá sérstaklega barna. Félagið er með þjónustusamning við ríkið um þá heilbrigðisþjónustu sem þar fer fram. Öll uppbygging á aðstöðu og þróun Æfingastöðvarinnar er í höndum félagsins sem hefur notið velvilja og fjárstuðnings frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum.
Advania hefur um árabil verið samstarfsaðili SLF í upplýsingatækni og tók nýverið ákvörðun um áframhaldandi stuðning við félagið. Stuðningurinn er fólginn í því að SLF mun njóta aðstoðar Advania við sín tæknimál og getur því haldið áfram að einbeita sér að sínu góða starfi í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Advania mun reka og hýsa upplýsingakerfi SLF og færa þau nær nútímanum með uppfærslu í Office 365 skýjalausnina frá Microsoft.

Á myndinni eru þeir Helgi Hinriksson verkefnastjóri rekstrarlausna Advania, Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Sveinn Júlían Sveinsson viðskiptastjóri hjá Advania.



Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa