Advania fylltist af stelpum

Fréttir
04.05.2018
Skemmtileg stemning myndaðist í höfuðstöðvum Advania á dögunum þegar hópur stelpna úr 9.bekkjum á höfuðborgarsvæðinu heimsótti fyrirtækið. Heimsóknin var í tilefni viðburðarins Stelpur og tækni sem haldinn var í fimmta sinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.

Um 750 stelpur tóku þátt í vinnustofum í HR og fræddust um náms- og atvinnumöguleika í tæknigeiranum. Að vinnustofunum loknum heimsóttu stelpurnar tæknifyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.
Hjá Advania hittu þær fyrir reyndar og flottar konur sem sjá sko ekki eftir því að hafa valið tæknigeirann sem starfsvettvang. Starfskonur Advania vildu opna augu stelpnanna fyrir framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða uppá og hvöttu þær til að skoða námsframboð í tækni.

Eins og hjá flestum tæknifyrirtækjum landsins starfa fleiri karlar en konur hjá Advania. Það er stefna fyrirtækisins að laða fleiri konur til starfa og við vonumst til að sjá 9. bekkingana aftur eftir nokkur ár!

Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa