Advania fylltist af stelpum

Fréttir
04.05.2018
Skemmtileg stemning myndaðist í höfuðstöðvum Advania á dögunum þegar hópur stelpna úr 9.bekkjum á höfuðborgarsvæðinu heimsótti fyrirtækið. Heimsóknin var í tilefni viðburðarins Stelpur og tækni sem haldinn var í fimmta sinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.

Um 750 stelpur tóku þátt í vinnustofum í HR og fræddust um náms- og atvinnumöguleika í tæknigeiranum. Að vinnustofunum loknum heimsóttu stelpurnar tæknifyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.
Hjá Advania hittu þær fyrir reyndar og flottar konur sem sjá sko ekki eftir því að hafa valið tæknigeirann sem starfsvettvang. Starfskonur Advania vildu opna augu stelpnanna fyrir framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða uppá og hvöttu þær til að skoða námsframboð í tækni.

Eins og hjá flestum tæknifyrirtækjum landsins starfa fleiri karlar en konur hjá Advania. Það er stefna fyrirtækisins að laða fleiri konur til starfa og við vonumst til að sjá 9. bekkingana aftur eftir nokkur ár!

Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa