Tækifærin í Blockchain-tækninni

Fréttir
04.05.2018
Tækifærin í Blockchain-tækninni voru rædd á morgunverðarfundi Advania í á dögunum þar sem fulltrúar nokkurra áhugaverðra sprotafyrirtækja komu fram.
Þeirri spurningu var velt upp hvort Blockchain-tæknin ætti eftir að breyta heiminum á sama hátt og internetið gerði um aldamótin. Gríðarlega hefur verið fjárfest í tækninni um allan heim og leita nú framleiðendur og frumkvöðlar á öllum sviðum leiða til að nýta tæknina til fulls. Umræðurnar urðu á köflum heimspekilegar þar sem ómögulegt virðist að spá fyrir um hvernig Blockchain-tæknin mun móta atvinnulíf framtíðarinnar.

Á fundinum sagði Stefán P Jones frá Seafood IQ frá því hvernig tæknin getur nýst til að tryggja hagkvæmni í sjávarútvegi. Gísli Kristjánsson hjá Monerium fjallaði um hvernig hægt verður að tengja saman þjónustu ólíkra fyrirtækja með Blockchain-tækni og Kristján Ingi Mikaelsson ræddi um nýleg atvik í tæknisögu heimsins og hvaða þýðingu nýstofnað Rafmyntaráð gæti haft.

Gísli Kr. Katrínarsson hjá Advania Data Centers ræddi um mikila eftirspurn sérhæfðar Blockchain-náma eftir hýsingu á Íslandi. Þrátt fyrir að námurnar geti fengið orkuna ódýrari í útlöndum vilja þær frekar vera í viðskiptum á Íslandi þar sem orkunýting gagnaveranna er á heimsmælikvarða

Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa