Advania ræður Blockchain-sérfræðing

Fréttir
16.05.2018
Natan Örn Ólafsson hefur verið ráðinn til Advania til að þróa lausnir sem byggja á blockchain-tækni. Hann mun einnig veita ráðgjöf til viðskiptavina Advania sem hafa áhuga á að nýta sér tæknina.

Blockchain eða gagnakeðja er tæknin sem viðskipti með rafmyntir byggir á. Þó rafmyntirnar séu umdeildar er tæknin sem viðskiptin byggja á afar snjöll og er sú nýja tækni sem mest var fjárfest í í heiminum í fyrra. Advania hefur ákveðið að stíga af fullum þunga inn á þennan nýja vettvang tækniframfara.

„Við hjá Advania höfum trú á að ómæld tækifæri felist í blockchain-tækninni og við ætlum að vera leiðandi í að aðstoða fyrirtæki og hið opinbera á Íslandi við að þróa lausnir sem byggja á þessari tækni. Ráðning Natans er liður í þeirri sókn,“ segir Heiðar Karlsson forstöðumaður viðskiptaþróunar Advania.

„Með blockchain-tækninni er verið að búa til umhverfi þar sem hægt er að stunda örugg viðskipti án milliliða. Blockchain mun verða hið nýja burðarlag sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta nýtt í viðskiptum. Segja má að þetta séu svipuð tímamót og þegar internetið var að fæðast. Það er mjög spennandi að taka þátt í þessari þróun ,“ segir Natan. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum Reykjavík og starfaði hjá Arion banka í tæp sex ár við fram- og bakendaforritun.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa