Undirritanir á arfgerd.is gerðar með Signet
Til að komast að því hvort þú sért í þessum áhættuhópi getur þú skráð þig á arfgerd.is og undirritað samning með rafrænu undirritunarlausninni Signet. Á tveimur sólarhringum höfðu rúmlega 20 þúsund manns undirritað samninginn.
Signet-lausnin er afar örugg og hönnuð af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum. Öll samskipti eru dulkóðuð sem og allar upplýsingar sem settar eru inn í Signet. Þannig eru öll skjöl sem send eru inn í Signet á dulkóðuðu formi. Notendur Signet geta treyst því að enginn nema undirritendur geti séð skjölin.
Helsti ávinningurinn af því að nota Signet er sá að hægt er að undirrita skjöl hvar og hvenær sem er, svo lengi sem notandinn hefur aðgang að neti og er með rafræn skilríki í símanum sínum eða á snjallkorti.
Signet er vettvangur í Skýinu sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér til að undirrita allar tegundir af skjölum. Sem dæmi má nefna lán, samninga, fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar eða viðkvæm gögn sem þarfnast undirritunar.
Allar fréttir
Ný nálgun á ráðningar
Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.
Eins og innbrot á heimilið
Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.
Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania
Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.