Gott ár hjá Advania

Fréttir
23.05.2018

Stöðugur vöxtur á öllum markaðssvæðum og umtalsverð aukning á tekjum og hagnaði á árinu 2017.

• Tekjur jukust um 60% milli ára, frá SEK 1.747m árið 2016 í SEK 2.804m árið 2017
• EBITDA jókst um 59% milli ára, frá SEK 162m árið 2016 í SEK 258m árið 2017

„2017 var ár mikilla framfara. Við héldum áfram að vaxa og auka arðsemina í Svíþjóð sem er stærsta markaðssvæði okkar. Við jukum markaðshlutdeild okkar og umsvif á Íslandi og bættum framlegðina. Áherslubreytingar voru gerðar í Noregi þar sem Microsoft 365 var sett í forgang. Það skilaði okkur aukinni sölu og algjörum viðsnúningi í rekstri. Áhersla á þjónustu við viðskiptavini hefur veitt Advania samkeppnisforskot í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar. Við erum staðráðin í að halda þeirri þróun áfram á komandi árum,” segir Gestur Gestsson forstjóri.

Ársskýrsla Advania fyrir árið 2017 er aðgengileg á ensku og sænsku á www.advania.com/about#annualreport 

 

 Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa