Ný persónuverndarstefna Advania
Á Íslandi mun reglugerðin taka gildi í gegnum EES-samninginn og ný lög um persónuvernd sem bíða meðferðar á Alþingi. Af þessu tilefni birtum við nýja persónuverndarstefnu Advania.
Advania hefur ávallt tekið hlutverk sitt sem vörsluaðili gagna alvarlega og staðið vörð um öryggi gagna sem viðskiptavinir treysta félaginu fyrir. Við höfum verið með ISO 27001 vottun í 9 ár og erum því í sterkri stöðu til að mæta auknum kröfum um öryggi persónuupplýsinga. Við höfum nýlega endurnýjað ISO 27001 vottun félagsins í stjórnun upplýsingaöryggis. Það er lykilatriði til að uppfylla nýjar kröfur sem gerðar eru til vinnsluaðila gagna.
Allar fréttir
Ný nálgun á ráðningar
Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.
Eins og innbrot á heimilið
Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.
Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania
Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.