Advania á toppnum í Hjólað í vinnuna

Fréttir
29.05.2018

Sjöunda árið í röð varð Advania hlutskarpast í vinnustaðakeppni Hjólað í vinnuna.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur frá árinu 2003 staðið að eflingu hreyfingar og starfsanda á vinnustöðum landsins með verkefninu „Hjólað í vinnuna“. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. Þátttakan í átakinu hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað og tóku rúmlega 450 vinnustaðir þátt í fyrra.

Advania varð hlutskarpast í keppni milli fyrirtækja með 400-799 starfsmenn eftir að hafa hjólað samtals við 9.877,47 km eða rúmlega sjö sinnum í kringum landið. Er það í sjöunda sinn sem Advania vinnur keppnina, eða allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2012.

Fulltrúar hjólaklúbbs Advania mættu því í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í dag þar sem þeir tóku á móti verðlaunum og heilsuðu upp á íbúa garðsins.Hjólaklúbburinn hefur staðið sig með prýði í því að hvetja samstarfsfólk áfram og efla starfsandann innan fyrirtækisins.Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa