Markaðstorg Advania verðlaunað

Fréttir
07.06.2018
Advania var verðlaunað fyrir að ná mestum árangri í Evrópu í uppbyggingu og þróun á markaðstorgi sínu. Markaðstorg Advania er sjálfsafgreiðslulausn sem byggir á hugbúnaði frá Ingram Micro.

Advania hlaut verðlaun fyrir þróun á sjálfsafgreiðslulausninni „Markaðstorg Advania“ á Cloud Summit ráðstefninunni í Flórída. Markaðstorgið er í dag grunnur að þjónustu fyrir fjölmarga viðskiptavini Advania, en þar að baki liggja yfir 30 þúsund UT notendur, flestir í Svíþjóð og á Íslandi.

Með lausninni geta viðskiptavinir afgreitt sig sjálfir um stóran hluta sinnar upplýsingatækniþjónustu á einum stað. Þjónustan einfaldar umsýslu hugbúnaðarleyfa og gerir ábyrgðarmönnum upplýsingakerfa kleift að ráðstafa leyfum og aðgangi að kerfum til notenda. Markaðstorgið færir viðskiptavinum aðgang að úrvali lausna frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Dropbox, Advania ofl. Lausnin einfaldar reikningshaldið því hún veitir á einum stað yfirlit yfir allar skýjalausnir sem viðskiptavinir nota og fá þeir aðeins einn reikning í samræmi við notkun þeirra.

„Markaðstorgið er stórt skref fram á við í þróun á þjónustuframboði Advania og liður í þeirri stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað á markaði. Viðskiptavinir gera í auknum mæli kröfu um að geta þjónustað sig sjálfir hvenær og hvar sem er. Markaðstorgið er lykilþáttur í því. Aðeins er gjaldfært eftir notkun á skýjalausnum, og viðskiptavinum því í lófa lagi að stýra kostnaði í takt við sveiflur hjá fyrirtækinu. Einnig er þægilegt fyrir ábyrgðamenn upplýsingatækni innan fyrirtækja að hafa á einum stað yfirlit yfir alla sína notkun frá ólíkum upplýsingatæknibirgjum. Kerfið er í stöðugri þróun og það er ánægjulegt að hafa hlotið viðurkenningu fyrir starfið sem unnið hefur verið til þessa,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa