Microsoft valdi Advania sem samstarfsaðila ársins

Fréttir
08.06.2018

Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins 2018 á Íslandi. Advania fagnar því að viðskiptavinir njóti ávinnings af góðu samstarfi fyrirtækisins við Microsoft.

Viðurkenningin á samstarfinu við Advania byggir meðal annars á sameiginlegri áherslu Microsoft og Advania á skýjavæðingu upplýsingatækninnar. Microsoft er að færa öll sín viðskiptakerfi í skýið og Advania er í fararbroddi í skýjalausnum á Íslandi. Skýjalausnir stuðla að auknum sveigjanleika og sparar fyrirtækjum dýrar fjárfestingar í vél- og hugbúnaði. Viðskiptavinir Advania njóta því góðs af þessum lausnum Microsoft.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft á landinu og hefur innan sinna raða fjölmarga sérþjálfaða Microsoft-sérfræðinga. Þeir veita þjónustu og ráðgjöf um allar vörur Microsoft.
„Við hjá Advania erum ákaflega stolt af því að vera valin samstarfsaðili Microsoft í ár. Með vörum Microsoft getum við fært viðskiptavinum okkar meiri sveigjanleika í rekstri. Við gleðjumst þegar lausnirnar mæta þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

„Vöxtur Advania í sölu í gegnum CSP og vöxtur í viðskiptahugbúnaði auk þess skilnings sem starfsfólk og stjórnendur hafa á skýjavegferðinni með Azure í forgrunni, er ástæðan fyrir því að Advania er samstarfsaðili ársins. Við óskum Advania innilega til hamingju með titilinn og væntum mikils í áframhaldandi samstarfi okkar,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Mynd: Starfsfólk Advania frá vinstri: Kristinn Eiríksson, Sigurður Friðrik Pétursson, Andri Már Helgason og Inga María Backmann ásamt Helgu Dögg Björgvinsdóttur frá Microsoft á Íslandi í miðjunni.
Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa