Microsoft valdi Advania sem samstarfsaðila ársins

Fréttir
08.06.2018

Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins 2018 á Íslandi. Advania fagnar því að viðskiptavinir njóti ávinnings af góðu samstarfi fyrirtækisins við Microsoft.

Viðurkenningin á samstarfinu við Advania byggir meðal annars á sameiginlegri áherslu Microsoft og Advania á skýjavæðingu upplýsingatækninnar. Microsoft er að færa öll sín viðskiptakerfi í skýið og Advania er í fararbroddi í skýjalausnum á Íslandi. Skýjalausnir stuðla að auknum sveigjanleika og sparar fyrirtækjum dýrar fjárfestingar í vél- og hugbúnaði. Viðskiptavinir Advania njóta því góðs af þessum lausnum Microsoft.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft á landinu og hefur innan sinna raða fjölmarga sérþjálfaða Microsoft-sérfræðinga. Þeir veita þjónustu og ráðgjöf um allar vörur Microsoft.
„Við hjá Advania erum ákaflega stolt af því að vera valin samstarfsaðili Microsoft í ár. Með vörum Microsoft getum við fært viðskiptavinum okkar meiri sveigjanleika í rekstri. Við gleðjumst þegar lausnirnar mæta þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

„Vöxtur Advania í sölu í gegnum CSP og vöxtur í viðskiptahugbúnaði auk þess skilnings sem starfsfólk og stjórnendur hafa á skýjavegferðinni með Azure í forgrunni, er ástæðan fyrir því að Advania er samstarfsaðili ársins. Við óskum Advania innilega til hamingju með titilinn og væntum mikils í áframhaldandi samstarfi okkar,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Mynd: Starfsfólk Advania frá vinstri: Kristinn Eiríksson, Sigurður Friðrik Pétursson, Andri Már Helgason og Inga María Backmann ásamt Helgu Dögg Björgvinsdóttur frá Microsoft á Íslandi í miðjunni.
Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa