Upplýsingatæknin efld hjá Ölgerðinni

Fréttir
11.06.2018
Ölgerðin ætlar sér að efla þjónustu sína með betri nýtingu upplýsingatækninnar og hefur samið við Advania um að hýsa og reka öll sín upplýsingakerfi. Markmiðið er að mæta þörfum viðskiptavina Ölgerðarinnar betur og geta brugðist hratt við óskum þeirra.

Advania ábyrgist að halda upplýsingakerfum Ölgerðarinnar gangandi, tryggja stöðugleika í rekstri þeirra og þjónusta notendur. Sérfræðingar Advania verða ráðgefandi um þróun upplýsingatæknimála og þannig gefst Ölgerðinni aukið svigrúm til að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi.

„Mikil áhersla er lögð á öryggismál í samstarfi Advania og Ölgerðarinnar enda áskorun að verja upplýsingakerfi fyrirtækja fyrir utanaðkomandi óværum og tölvuárásum. Öryggismál eru ekki síst mikilvæg í ljósi nýrra laga um vernd persónupplýsinga. Við lögðum mikla vinnu í að kynna okkur þjónustuframboð á upplýsingatæknimarkaðinum og hrifumst af aðferðafræði og lausnum Advania,“ segir Friðrik Heiðar Blöndal upplýsingatæknistjóri Ölgerðarinnar.

Advania hefur verið með ISO 27001 öryggisvottun í níu ár og hefur nýlega endurnýjað vottun í stjórnun upplýsingaöryggis. Fyrirtækið er því í sterkri stöðu til að mæta auknum kröfum um öryggi persónuupplýsinga og vera Ölgerðinni innan handar í þeim efnum.
„Ölgerðin starfar á kvikum og síbreytilegum markaði þar sem upplýsingatæknin gegnir mikilvægu hlutverki. Okkur hjá Advania þykir samstarfið spennandi því Ölgerðin á í miklum samskiptum við fjölmarga viðskiptavini. Lykillinn að samskiptunum er snjöll upplýsingatækni og með henni er hægt að gera margt til að þjónusta viðskiptavininn enn betur,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Mynd: Ómar Freyr Ómarsson, Hafsteinn Guðmundsson, Sigurður Sæberg Þorsteinsson frá Advania og Friðrik Heiðar Blöndal upplýsingatæknistjóri Ölgerðarinnar og Jóhann Gunnar Jóhannsson fjármálastjóri Ölgerðarinnar.

Allar fréttir
Mynd með frétt

Advania býður nýja lausn á sviði viðskiptagreindar

TimeXtender hefur samið við Advania um að selja og þjónusta Discovery Hub® sem einfaldar fyrirtækjum að framkvæma greiningar á gögnum úr ólíkum gagnasöfnum.

Lesa

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa