Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Fréttir
27.06.2018
Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.
Teymið veitir stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf um upplýsingatækni, stafræna umbreytingu, hagræðingu innviða og innra skipulagi fyrirtækja.
Charlotte er sænsk en hefur starfað á Íslandi í rúm fimm ár. Hún hefur víðtæka reynslu af stefnumótun og viðskiptaþróun frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Þá hefur hún sérhæft sig í stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og farið fyrir þeirri vinnu hjá Arion banka og síðast hjá Össurri.

Anna Þórdís hefur starfað sem lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu í málum sem meðal annars varða persónuvernd, samninga og stjórnarhætti fyrirtækja. Síðastliðin ár hefur hún tekið þátt í og stýrt verkefnum í stafrænni stefnumótun fyrirtækja hjá IESE Business School í Barcelona. Hún var jafnframt einn af stofnendum upplýsinga- og skjalastjórnunarfyrirtækisins Vergo.

Svavar H. Viðarsson leiðir ráðgjafateymið en hann hefur meira en 10 ára reynslu af stjórnendaráðgjöf og innleiðingu á stafrænni umbreytingu. Hann hefur meðal annars unnið með LEGO, Coca Cola og JYSK. Svavar hefur aðstoðað fyrirtæki á Íslandi og í Noregi við stafræna umbreytingu. Vegna örra breytinga á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og mikillar eftirspurnar eftir ráðgjöf um stafræna stefnumótun verður ráðgjafateymi Advania eflt enn frekar með haustinu.

Mynd: Svavar H. Viðarsson, Anna Þórdís Rafnsdóttir og Charlotte Aström.

Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa