Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Fréttir
16.07.2018
Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Cisco-byggðar lausnir hafa lengi verið þekktar sem staðalbúnaður þegar það kemur að sveigjanlegum og skalanlegum skýja- og hýsingarumhverfum. Þær eru sérstaklega hannaðar til þess að veita viðskiptavinum hámarksafköst.

Þjónustuteymi Advania þurfti að fara í gegnum langt og strangt ferli til að öðlast vottunina en matið var framkvæmt af óháðum aðila. Teymið þurfti meðal annars að sýna fram á að það gæti aðstoðað stóran hóp af kröfuhörðum viðskiptavinum. Teymið þarf að styðjast við ITIL (Information Technology Infrastructure Library) þjónustuferla við öflug og sérútbúin kerfi og standast ítarlegar kröfur vottunaraðila.

Í netþjónustudeild Advania eru 26 starfsmenn með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af rekstri og þjónustu netkerfa. Vaktborð Advania sinnir eftirliti á öllum helstu kerfum og tengingum sem tryggir hámarks uppitíma og öryggi þeirra og eru þeir til þjónustu reiðubúnir allan sólarhringinn.

Með mikilli uppbyggingu síðustu ára getur Advania nú boðið upp á netþjónustu á öllu landinu og í helstu löndum Evrópu, Asíu og Ameríku. Advania er einnig helsti söluaðili á öllum lausnum frá Cisco.

Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa