Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Fréttir
16.07.2018
Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Cisco-byggðar lausnir hafa lengi verið þekktar sem staðalbúnaður þegar það kemur að sveigjanlegum og skalanlegum skýja- og hýsingarumhverfum. Þær eru sérstaklega hannaðar til þess að veita viðskiptavinum hámarksafköst.

Þjónustuteymi Advania þurfti að fara í gegnum langt og strangt ferli til að öðlast vottunina en matið var framkvæmt af óháðum aðila. Teymið þurfti meðal annars að sýna fram á að það gæti aðstoðað stóran hóp af kröfuhörðum viðskiptavinum. Teymið þarf að styðjast við ITIL (Information Technology Infrastructure Library) þjónustuferla við öflug og sérútbúin kerfi og standast ítarlegar kröfur vottunaraðila.

Í netþjónustudeild Advania eru 26 starfsmenn með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af rekstri og þjónustu netkerfa. Vaktborð Advania sinnir eftirliti á öllum helstu kerfum og tengingum sem tryggir hámarks uppitíma og öryggi þeirra og eru þeir til þjónustu reiðubúnir allan sólarhringinn.

Með mikilli uppbyggingu síðustu ára getur Advania nú boðið upp á netþjónustu á öllu landinu og í helstu löndum Evrópu, Asíu og Ameríku. Advania er einnig helsti söluaðili á öllum lausnum frá Cisco.

Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa