Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Fréttir
19.07.2018

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Matvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið stórum breytingum að undanförnu. Aðeins liðu örfáir mánuðir frá því fyrsti sjálfsafgreiðslukassinn var settur upp í matvöruverslun á Íslandi í vor, þar til þrjár af fjórum helstu matvörukeðjum landsins höfðu tryggt sér samskonar búnað.
Hann er framleiddur af NCR sem er leiðandi á heimsmarkaði í afgreiðslulausnum. Advania selur og þjónustar afgreiðslukerfið en það er þaulprófað um allan heim og er mjög einfalt í notkun.

Neytendur hafa því sýnt mjög jákvæð viðbrögð við lausnunum og innleiðingin á íslenskum markaði hefur gengið vonum framar. Á næstu misserum verða sjálfsafgreiðslulausnir settar upp í fleiri verslunum um landið en markmiðið með þeim er að draga úr álagi á háannatímum og minnka biðraðir við afgreiðslu.
Komið hefur bersýnilega í ljós á árinu að stór hluti viðskiptavina kýs að nýta sér skilvirkar sjálfsafgreiðslulausnir. Af þeim sökum hlaut Advania nýsköpunarverðlaun frá NCR á dögunum fyrir framúrskarandi árangur í innleiðingu og kynningu á nýjum lausnum á markaði.

„Matvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið hratt við sér og stigið stór skref til að mæta nútímakröfum neytenda. Viðbrögð neytenda við sjálfsafgreiðslulausnum hafa verið mjög jákvæð og er það algjörlega í takt við reynslu nágrannaríkja okkar. Við fögnum því að þessar einföldu lausnir geti dregið úr álagi í verslunum og að fólk geti verið eldsnöggt að versla í matinn,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa