Ætla að auka hlut kvenna í tæknigeiranum

Fréttir
02.08.2018

Advania og Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, hyggjast vinna saman að því að auka hlutfall kvenna í tæknigeiranum. Advania hefur gerst einn af bakhjörlum samtakanna og tekur þátt í viðburðum til að efla samstöðu kvenna í greininni.  

Advania og Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, hyggjast vinna saman að því að auka hlutfall kvenna í tæknigeiranum. Advania hefur gerst einn af bakhjörlum samtakanna og tekur þátt í viðburðum til að efla samstöðu kvenna í greininni.  

Hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi voru stofnuð í apríl sem vettvangur fyrir konur í til þess að tengjast og fræðast. Á fjölmennum stofnfundi samtakanna varð ljóst að mikill samhugur ríki um nauðsyn þess að auka hlutfall kvenna í tæknigeiranum. Megin tilgangur félagsins er því að vinda ofan af þeim kynjahalla sem nú ríkir í greininni og vekja áhuga kvenna á þeim fjölbreyttu störfum sem rúmast innan geirans.

Hugmyndir Vertonet ríma við markmið Advania um að auka veg kvenna starfsstéttinni. Ekkert er því til fyrirstöðu að konur afli sér starfsframa í tæknigeiranum, heldur er það þvert á móti allra hagur að sem fjölbreyttastur hópur fólks komi að þróun tæknilausna framtíðarinnar.

Advania hefur því gert bakhjarlasamning við Vertonet um að styrkja starf félagsins enn frekar.

Advania og Vertonet hafa sett saman aðgerðaráætlun og viðburðaríka dagskrá á næstu mánuðum þar sem konum í geiranum gefst færi á að kynnast betur og efla tengslanetið. Fyrsti viðburður verður í húsakynnum Advania í september en nánar verður sagt frá dagskránni á vefsíðu Vertonet.

„Við teljum nauðsynlegt að auka fjölbreytni í starfsgreininni og fá fleiri konur að borðinu til að þróa og rýna í tæknilausnir framtíðarinnar. Í tæknigeiranum eru gríðarlega fjölbreytt störf sem kalla á ólíka sýn og reynslu. Hraðinn í upplýsingatæknigeiranum er mikill og því fylgja miklir möguleikar til starfsþróunar og sérhæfingar.  Fólk sem hefur áhuga á spennandi starfsumhverfi ætti að kynna sér fjölbreyttnina í tæknigeiranum,“ segir Sesselía Birgisdóttir markaðsstjóri Advania.

 

Á myndinni eru þær Sesselía Birgisdóttir markaðsstjóri Advania ásamt stjórnarkonum Vertonet, þeim Hrafnhildi Sif Sverrisdóttur deildarstjóra hjá Advania og Lindu Stefánsdóttur SAM ráðgjafa hjá Crayon.

 


Allar fréttir
Mynd með frétt

15. 

ágúst  

2018

Vinsælasti tæknibloggari heims á Haustráðstefnu Advania

Tim Urban frá Wait But Why, Tiffani Bova frá Salesforce og Ingibjörg Þórðardóttir frá CNN verða meðal aðalfyrirlesara á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík.

Lesa

2. 

ágúst  

2018

Ætla að auka hlut kvenna í tæknigeiranum

Advania og Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, hyggjast vinna saman að því að auka hlutfall kvenna í tæknigeiranum. Advania hefur gerst einn af bakhjörlum samtakanna og tekur þátt í viðburðum til að efla samstöðu kvenna í greininni.

Lesa

19. 

júlí  

2018

Íslenskir neytendur taka sjálfsafgreiðslulausnum vel

Jákvæð svörun neytenda við nýjum sjálfsafgreiðslulausnum í matvöruverslunum á Ísland, leiddi til þess að Advania hlaut nýsköpunverðalaun frá NCR á dögunum.

Lesa