Lið Advania vann Firmakeppni Íslands í þríþraut

Fréttir
03.09.2018

Firmakeppni Íslands í þríþraut fór fram sunnudaginn 2. september og var keppt í 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi. Hörkuteymi frá Advania gerði sér lítið fyrir og vann keppnina. Í liði Advania voru Hafsteinn Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Einar Þórarinsson, Pétur Árnason, Hinrik Sigurður Jóhannesson og Hildur Árnadóttir. 

Eins og sjá má á myndinni var verðlaunagripurinn enginn smásmíði og þurftu liðsfélagar að hjálpast að við að bera gripinn heim í höfuðstöðvar Advania í Guðrúnartúni.  


Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa