Lið Advania vann Firmakeppni Íslands í þríþraut

Fréttir
03.09.2018

Firmakeppni Íslands í þríþraut fór fram sunnudaginn 2. september og var keppt í 400 m sundi, 10,4 km hjólreiðum og 3,6 km hlaupi. Hörkuteymi frá Advania gerði sér lítið fyrir og vann keppnina. Í liði Advania voru Hafsteinn Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Einar Þórarinsson, Pétur Árnason, Hinrik Sigurður Jóhannesson og Hildur Árnadóttir. 

Eins og sjá má á myndinni var verðlaunagripurinn enginn smásmíði og þurftu liðsfélagar að hjálpast að við að bera gripinn heim í höfuðstöðvar Advania í Guðrúnartúni.  


Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa