Stemning á haustfögnuði Vertonet

Fréttir
10.09.2018

Fullt var út úr dyrum á fyrsta viðburði Vertonet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni sem fram fór í húsakynnum Advania á dögunum. Á annað hundrað konur mættu á haustfögnuð til að efla tengslanetið og lyfta sér upp.

Vertonet-samtökin voru stofnuð í vor með það að leiðarljósi að að vinda ofan af kynjahallanum sem ríkir í greininni og vekja áhuga kvenna á fjölbreyttu störfum í upplýsingatækni. Á haustfögnuðinum sköpuðust sjóðheitar samræður um leiðir til að bæta stöðuna.

Reyndar konur úr geiranum komu fram og sögðu frá sinni sýn og hugmyndum, við glymjandi undirtektir. Meðal annars sagði framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Ásta S. Fjelsted, frá því hvernig er að starfa í karllægum geira og hvernig tæknimenntun nýtist konum í atvinnulífinu. Þá sagði fyrrum fótboltalandsliðskonan Eva Sóley Guðbjörnsdóttir frá sinni reynslu af stjórnun og liðsheild í tæknigeiranum en hún er framkvæmdastjóri þjónustu og reksturs hjá Advania.

Vertonet og bakhjarlar samtakanna hafa sett saman fjölbreytta aðgerðaráætlun og viðburðaríka dagskrá á næstum mánuðum þar sem konum í geiranum gefst færi á að kynnast betur. Hugmyndir Vertonet ríma vel við markmið og stefnu Advania um að auka veg kvenna í starfsstéttinni.Allar fréttir
Mynd með frétt

Myndir með frétt

20. 

september  

2018

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Miðar á Haustráðstefnu Advania seldust upp í dag. Er þetta stærsta og umfangsmesta Haustráðstefna Advania til þessa en hún verður nú haldin í 24. sinn.

Lesa

10. 

september  

2018

Stemning á haustfögnuði Vertonet

Fullt var út úr dyrum á fyrsta viðburði Vertonet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni sem fram fór í húsakynnum Advania á dögunum. Á annað hundrað konur mættu á haustfögnuð til að efla tengslanetið og lyfta sér upp.

Lesa

7. 

september  

2018

Anna Björk nýr framkvæmdastjóri hjá Advania

Anna Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania. Hún mun stýra sókn félagsins í ráðgjöf til viðskiptavina um stafræna umbreytingu.

Lesa