Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Fréttir
20.09.2018

Miðar á Haustráðstefnu Advania seldust upp í dag. Er þetta stærsta og umfangsmesta Haustráðstefna Advania til þessa en hún verður nú haldin í 24. sinn.

42 innlendir og erlendir fyrirlesarar koma fram á ráðstefnunni og fjalla um upplýsingatækni frá ólíkum sjónarhornum. 

Aldrei hafa fleiri konur verið hluti af dagskránni en meðal aðalfyrirlesara í ár eru þær Ingibjörg Þórðardóttir sem stýrir stafrænum miðlum CNN á heimsvísu, Tiffani Bova, sérfræðingur Salesforce í viðskiptasamböndum og Louise Koch sem fer fyrir umhverfismálum hjá DELL.
Meðal annarra fyrirlesara eru þeir Hjálmar Gíslason frumkvöðull, Bergur Ebbi Benediktsson og Tim Urban, einn eftirsóttasti TED-fyrirlesari í heimi og jafnframt einn mest lesni tæknibloggari internetsins
Ráðstefnan er ein sú elsta sinnar tegundar í Evrópu en hún fer fram í Hörpu á morgun, förstudaginn 21.september.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa