Margrét stýrir mannauðslausnum Advania

Fréttir
25.09.2018

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. Hún var áður forstöðumaður á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins.

Samhliða örum breytingum í rekstrarumhverfi fyrirtækja koma nýjar áskoranir í mannauðsmálum. Advania hefur verið leiðandi í að mæta þeim og býður fyrirtækjum mannauðslausnir sem auðvelda allt frá ráðningu til starfsloka. Margrét leiðir 42 manna teymi sem annast þróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu á lausnunum.

Mannauðslausnir Advania eru þær mest notuðu af stórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Lausnirnar eru tíma- og viðveruskráningakerfi, fræðslu- launa- og mannauðskerfin H3, Bakvörður og Eloomi.

Margrét hóf störf hjá Advania í apríl sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði. Hún hefur nú tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna af Daða Friðrikssyni sem leiðir sölumál á nýju sviði ráðgjafar og sérlausna. Margrét starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka. Hún hefur því víðtæka stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa