Jón Brynjar forstöðumaður fjármálasviðs Advania

Fréttir
03.10.2018

Jón Brynjar Ólafsson leiðir nýtt fjármálasvið Advania sem sameinar reikningshald og hagdeild félagsins.

Fjármálasviðið er hluti af þjónustu- og rekstrarsviði Advania og meðal verkefna þess eru tekju- og kostnaðarskráning, uppgjörsvinna ásamt innri og ytri greiningarvinnu.

Jón Brynjar hefur starfað hjá Advania í rúm þrjú ár, fyrst sem sérfræðingur og svo sem forstöðumaður hagdeildar. Hann er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School. Jón Brynjar hefur sérhæft sig Beyond Budgeting stjórnunarmódelinu sem leggur áherslu á að færa fyrirtæki frá hugmyndafræði hefðbundinna fjárhagsáætlana yfir í dreifstýrðara stjórnunarkerfi til að stuðla að betri aðlögunarhæfni í rekstrinum. Advania á Íslandi hóf vegferð sína í Beyond Budgeting fyrir nokkrum árum og hefur Jón Brynjar leitt það verkefni frá því hann gekk til liðs við félagið.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa