Jón Brynjar forstöðumaður fjármálasviðs Advania

Fréttir
03.10.2018

Jón Brynjar Ólafsson leiðir nýtt fjármálasvið Advania sem sameinar reikningshald og hagdeild félagsins.

Fjármálasviðið er hluti af þjónustu- og rekstrarsviði Advania og meðal verkefna þess eru tekju- og kostnaðarskráning, uppgjörsvinna ásamt innri og ytri greiningarvinnu.

Jón Brynjar hefur starfað hjá Advania í rúm þrjú ár, fyrst sem sérfræðingur og svo sem forstöðumaður hagdeildar. Hann er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School. Jón Brynjar hefur sérhæft sig Beyond Budgeting stjórnunarmódelinu sem leggur áherslu á að færa fyrirtæki frá hugmyndafræði hefðbundinna fjárhagsáætlana yfir í dreifstýrðara stjórnunarkerfi til að stuðla að betri aðlögunarhæfni í rekstrinum. Advania á Íslandi hóf vegferð sína í Beyond Budgeting fyrir nokkrum árum og hefur Jón Brynjar leitt það verkefni frá því hann gekk til liðs við félagið.Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa