Advania smíðar nýja skipaskrá

Fréttir
10.10.2018
Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu. Nýja kerfið á að sameina sjálfa skipaskrána sem heldur utanum upplýsingar um stærð og staðsetningar skipa, og lögskráningu sjómanna á skipum með upplýsingum um hvern skipverja.

Nýja skipaskráin hefur fengið nafnið Skútan og er áætlað að hún verði komin í gagnið í ágúst 2019. Hún á að sameina tvo mikilvæga leitar- og skráningagagnagrunna sem notaðir eru af starfsmönnum Samgöngustofu. Með því að sameina gagnagrunnanna í einn næst hagræðing sem einfaldar vinnubrögð og sparar tíma.

Advania var hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa á verkinu.

Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa