Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Fréttir
18.10.2018
Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Advania vinnur með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum að þróun hugbúnaðar til að styðja við starfæna ferla, bæta upplifun viðskiptavina og mæta kröfum um hagkvæmni í rekstri.

Helgi fer fyrir sölu á sérsniðnum hugbúnaðarlausnum Advania auk lausnum frá lykilbirgjum fyrirtækisins svo sem Salesforce, Software AG, Oracle og Outsystems.
Helgi er með 20 ára víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hann hefur starfað sem viðskiptastjóri og við sölu og ráðgjöf hjá Origo frá árinu 2007. Þar á undan var hann kerfisstjóri og forstöðumaður yfir upplýsingatækni hjá Air Atlanta.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa