Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Fréttir
18.10.2018
Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Advania vinnur með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum að þróun hugbúnaðar til að styðja við starfæna ferla, bæta upplifun viðskiptavina og mæta kröfum um hagkvæmni í rekstri.

Helgi fer fyrir sölu á sérsniðnum hugbúnaðarlausnum Advania auk lausnum frá lykilbirgjum fyrirtækisins svo sem Salesforce, Software AG, Oracle og Outsystems.
Helgi er með 20 ára víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hann hefur starfað sem viðskiptastjóri og við sölu og ráðgjöf hjá Origo frá árinu 2007. Þar á undan var hann kerfisstjóri og forstöðumaður yfir upplýsingatækni hjá Air Atlanta.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa